Svo gæti farið að Arnar Pétursson, fyrrum þjálfari Íslandsmeistara ÍBV, verði næsti þjálfari austurríska liðsins West Wien, sem annar Eyjamaður, Erlingur Richardsson þjálfar út þetta tímabil. Saman komu þjálfuðu þeir ÍBV veturinn 2013 til 2014 þegar liðið vann 1. deildina örugglega en ári síðar stýrði Arnar liðinu til sigurs í Íslandsmótinu. �?etta kemur fram á mbl.is en Erlingur er að taka við þjálfun þýska liðsins Füsche Berlin á næsta tímabili en þar tekur hann við af öðrum Íslendingi, Degi Sigurðssyni. Eins og sjá má eru íslenskir þjálfarar orðnir geysilega eftirsóttir í handboltaheiminum en Arnar staðfesti í samtali við Morgunblaðið að austurríska félagið hafi sett sig í samband við hann. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kemur einnig til greina að West Wien ráði spilandi þjálfara og hefur nafn Snorra Steins Guðjónssonar, landsliðsmanns verið nefnt í því sambandi.