Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum hefur lengi verið talinn einn af allra fallegustu golfvöllum landsins og þótt víðar væri leitað. Nálægðin við náttúruöflin, hafið, klettana og sú staðreynd að völlurinn er að hluta til í gömlum gíg, er næg ástæða fyrir margan kylfinginn til að vilja skoða völlinn nánar. Eyjamaðurinn �?orsteinn Hallgrímsson, fyrrum Íslandsmeistari í golfi var staddur á stærstu golfsýningu sem haldin er árlega en þar var golftímaritið þekkta Golf Digest með bás og sitt fólk á staðnum. Tímaritið notaðist m.a. við mynd af golfvellinum í Eyjum í sinni uppstillingu á sýningunni, sem undirstrikar líklega best sérstöðu golfvallarins í Vestmannaeyjum.
�??Stundum er í lagi að vera aðeins ánægður með sitt. Á stærstu golfsýningu sem haldin er árlega og var að ljúka í dag var hið mjög svo þekkta golfblað Golf Digest með sitt starfsfólk að skrifa um allt það nýjasta í golfheiminum. Á básnum þeirra var mynd af einum golfvelli í heiminum og var það stór mynd af golfvellinum heima í eyjum. �?ó að við teljum oft á tíðum að vellirnir okkar séu ekki eins og úti í hinum stóra heimi þá greinilega þurfa “útlendingarnir” að benda okkur stundum á hvað stendur okkur nær og við eigum marga flotta golfvelli sem við eigum að njóta,�?? skrifaði �?orsteinn á facebook síðu sína og birti myndina sem fylgir fréttinni.