Karlalið ÍBV hefur fengið til sín á reynslu norska leikmanninn Tom Eve Skogsrud, 21 árs gamall varnarmaður sem getur leikið bæði sem miðvörður og bakvörður. �?etta kemur fram í tilkynningu sem Ingi Sigurðsson í knattspyrnuráði ÍBV birti á facebooksíðu deildarinnar. �??Hann kom til Eyja á fimmtudag og mun æfa með liðinu næstu daga. Á morgun, sunnudag mun hann leika með liðinu gegn Grindavík í Fotbolti.net mótinu og svo aftur á þriðjudag gegn Stjörnunni í sama móti. Tom fór ungur að árum eða 16 ára til Manchester City og var á mála þar til 18 ára aldurs er hann gekk til liðs við Glasgow Rangers. �?aðan fór hann til heimalandsins og hefur leikið þar með Sandefjord og Kongsvinger,�?? skrifar Ingi.