Í dag átti ÍBV að spila gegn Fjölni í 3. flokki kvenna í handbolta og átti leikurinn að fara fram í Eyjum klukkan 11:00. �?að gerist ekki oft að gestaliðið sé mætt til leiks en heimaliðið ekki, en það gerðist hins vegar í morgun. �?annig er mál með vexti að Fjölnisliðið mætti til Eyja í gær og gisti eina nótt. Á sama tíma spilaði meistaraflokkur kvenna gegn Val en í leikmannahópnum eru margir leikmenn úr 3. flokki. Meistaraflokksliðið var hins vegar veðurteppt og komst því ekki til Eyja þar sem Herjólfur sigldi ekki síðari ferðina.
�?etta er næstum örugglega í fyrsta skipti sem dæmið snýst við, að gestaliðið sé mætt til leiks í Eyjum en ekki ÍBV.