�??Já, það er rétt, ég er hætt hjá ÍBV og spila ekki meira með liðinu,�?? sagði Dröfn Haraldsdóttir handknattleiksmarkvörður þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hennar í gær. �??�?g er hins vegar ekki hætt í handbolta en framtíðin í vetur er enn óljós, hvort ég fari í eitthvert annað félag eða ekki,�?? sagði Dröfn, sem hefur leikið níu A-landsleiki fyrir Ísland.
�??Hún óskaði eftir því að hætta hjá okkur og því fengum við �?löfu Kolbrúnu Ragnarsdóttur til liðs við okkur til að breikka og styrkja markvarðahópinn okkar,�?? sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari meistaraflokks ÍBV, í gær.
�??Dröfn hefur ekki náð að finna sig almennilega hjá okkur, en ég vona bara að hún sé ekki hætt í handbolta og finni sér eitthvert lið þar sem hún finnur sig betur,�?? bætti hann við.