�??Já, það er rétt, ég er hætt hjá ÍBV og spila ekki meira með liðinu,�?? sagði Dröfn Har­alds­dótt­ir hand­knatt­leiks­markvörður þegar Morg­un­blaðið sló á þráðinn til henn­ar í gær. �??�?g er hins veg­ar ekki hætt í hand­bolta en framtíðin í vet­ur er enn óljós, hvort ég fari í eitt­hvert annað fé­lag eða ekki,�?? sagði Dröfn, sem hef­ur leikið níu A-lands­leiki fyr­ir Ísland.
�??Hún óskaði eft­ir því að hætta hjá okk­ur og því feng­um við �?löfu Kol­brúnu Ragn­ars­dótt­ur til liðs við okk­ur til að breikka og styrkja markv­arðahóp­inn okk­ar,�?? sagði Jón Gunn­laug­ur Viggós­son, þjálf­ari meist­ara­flokks ÍBV, í gær.
�??Dröfn hef­ur ekki náð að finna sig al­menni­lega hjá okk­ur, en ég vona bara að hún sé ekki hætt í hand­bolta og finni sér eitt­hvert lið þar sem hún finn­ur sig bet­ur,�?? bætti hann við.