ÍBV tók á móti Fylki í kvöld, en ÍBV þurfti á sigrinum að halda til að hellast ekki úr lestinni í efstu sætum deildarinnar. Leikurinn var nokkuð jafn framan af, ÍBV gerðu sig seka um marga tæknifeila þar sem sendingar þeirra voru ónákvæmar. �?egar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 8-8 en þá fór að skilja aðeins með liðunum og Fylkir gekk á lagið og náði fjöggura marka forskoti 12-16 þegar 26. mínútur voru liðnar af leiknum.Staðan í hálfleik var 14-17 Fylki í vil.
Eyjastelpur mættu ákveðnari til seinni hálfleiks en andleysi hafði einkennt fyrri hálfleik liðsins. Stelpurnar náðu að vinna upp forskot Fylkis hægt og rólega og varð leikurinn jafn og spennandi undir lokin. ÍBV komst í fyrsta skipti yfir í leiknum þegar rúmlega sjö mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru spennandi þar sem Fylkir skoraði dýrmætt mark þegar hendin var komin upp hjá dómurunum og náðu tveggja marka forskoti þegar tæpar tvær mínútur voru eftir að leiknum. ÍBV brunaði þá í sókn og minnkaði muninn í eitt mark. Fykir náði að hanga á boltanum síðustu mínútuna en þær áttu skot þegar 20. sekúndur voru eftir sem nýr markvörður ÍBV, �?löf Kolbrún Ragnarsdóttir varði í stöng og í innkast. Fylkir fékk því boltann og náði að spila út leikinn, lokatölur voru 33-34 Fylki í vil.
�?etta var þriðji leikurinn í deildinni sem ÍBV tapar eftir áramót. Eini sigurleikurinn kom gegn botnliði ÍR, ljóst er að stelpurnar þurfa að bæta sinn leik til að halda sér í topp fjórum í deildinni.
Mörk ÍBV skoruðu þær; Ester �?skarsdóttir 10, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 7, Díana Dögg Magnúsdóttir 5, Telma Amado 4, Drífa �?orvaldsdóttir 3, Vera Lopez 3 og Elín Anna Baldursdóttir 1.