Á mánudaginn kemur, þann 2. febrúar, kl. 17.00 opnar sýning á málverkum �?lafar Dóru Waage í Einarsstofu, Safnahúsi. Sýningin kemur til með að standa til 21. febrúar nk.
�?löf Dóra eða Ollý eins og hún var alltaf kölluð hefði orðið 80 ára þann dag en hún lést 2. janúar síðastliðinn. Fjölskylda �?lafar stendur því að sýningunni í hennar minningu. Sýndar verða 22 olíumyndir í eigu fjölskyldunnar auk nokkurra vatnslitamynda en Ollý málaði í fjölmörg ár og seldi þar að auki margar myndir.