Fjórðu Eyjatónleikar í Hörpu á laugardaginn báru nafnið, Lífið er yndislegt eftir hinu þekkta þjóðhátíðarlagi Hreims Heimissonar árið 2001. Í öll skiptin hafa Eyjamenn, búsettir sem
brottfluttir fjölmennt í Hörpu, ásamt ýmsum öðrum aðdáendum þessarar tónlistar og það var engin undantekning á því í ár, tónleikagestir hálft á annað þúsund talsins.
Í sýningarskrá segir að ekki hafi staðið til að halda þessa fjórðu Eyjatónleika, en �??það er engin leið að hætta�?? eins og segir í dægurlagi fyrrum skólahljómsveitar úr Mennaskólanum við Hamrahlíð, sem tengist �?jóðhátíð með eftirminnilegum hætti. �?etta er meðal þess sem kemur fram í ýtarlegri umfjöllun um þessa frábæru tónleika í Eyjafréttum sem koma seinni partinn í dag.