Eftir velheppnaða uppsetningu á Dýrunum í Hálsaskógi er Leikfélag Vestmannaeyja nú að fara á fullt við að undirbúa næstu sýningu. Sú verður ekki af minni gerðinni því ákveðið
hefur verið að ráðast í að setja upp hin geysivinsæla söngleik Litlu Hryllingsbúðina. �??Við ætlum að setjum upp enn einn risasöngleikinn�?? sögðu þær Unnur Guðgeirsdóttir, formaður Leikfélags Vestmannaeyja og Alma Eðvaldsdóttir, fyrrum formaður sem nýlega gekk aftur inn í stjórn LV.
�??Undirbúningurinn hefst mánudaginn 9. febrúar næstkomandi með námskeiði fyrir þá sem hafa ætlað sér að taka þátt í uppfærslunni. Við höfum fengið til liðs við okkur ungan og efnilegan leikstjóra, Stefán Benedikt Vilhelmsson, sem mun
stýra bæði námskeiðinu og leikritinu�?? sögðu þær stöllur.
�?etta er ekki alveg í fyrsta sinn sem Litla hryllingsbúðin er sett á fjalirnar í Vestmannaeyjum en söngleikurinn hefur þó aldrei áður ratað á fjalir Leikhúss Vestmannaeyja
áður. �??Framhaldsskólinn setti upp söngleikinn Hrollur á Höfðanum sem byggður var á Litlu Hryllingsbúðinni árið 1994, í samstarfi við Leikfélagið, og var það sýnt á
Höfðanum.�?? sagði Alma og bætti við að það hefði verið fyrsta samstarfsverkefni FÍV og LV sem urðu þó nokkur í kjölfarið.
Nánar í Eyjafréttum.