Í sumar fyrirhugar KFUM og K í Vestmannaeyjum að hýsa norrænt mót systkinasamtaka félagsins í norrænum löndum. Af því tilefni óskaði félagið eftir stuðningi Vestmannaeyjabæjar í verkefnið, sambærilegan og veittur er ÍBV íþróttafélagi á knattspyrnumótum þess félags.
Er um að ræða aðgengi að sundlaug og afnot af skólum til gistingar. Bæjarráð tók jákvætt á erindinu og fól starfsmönnum sínum að útfæra samkomulagið við KFUM og K um afnot af mannvirkjunum á sömu forsendum og gert hefur verið við stórmót í íþróttum.