Dýpkunarmæling sýnir svo ekki verður um villst að dýpi í Landeyjahöfn er á engan hátt frábrugðið því sem búast má við á þessum árstíma þegar dýpkun hefur lítið sem ekkert verið sinnt. Á meðan ekkert verður gert hvað höfn og skip varðar þá gerist auðvitað ekkert og Eyjamenn þurfa ekki að láta það koma sér á óvart að höfnin sé lokuð lungað úr hverjum vetri þar til gripið verður til aðgerða. Miðað við sverar yfirlýsingar um stöðuna kemur reyndar á óvart hversu mikið dýpið er. Minnsta dýpi í hafnarmynninu er 3,6 m. (reyndar 2,9 alveg við vestur hausinn en það skiptir minna). Á rifinu er dýpið um 5 metrar. Dýpkunarskipin Perla og Sóley eru nú við dýpkun utan hafnar í Landeyjahöfn.
Á upplýsingafundi sem bæjarfulltrúar áttu með fulltrúa Vegagerðarinnar á föstudaginn kom fram að unnið sé að breytingum á höfninni og þá fyrst og fremst í því sem snýr að dýpkunaraðferðum. Til skoðunar er búnaður sem á að fara langt með að tryggja nægt dýpi innanhafnar og í sjálfu hafnarmynninu. Rétt er þó að skýrt komi fram að sá búnaður myndi hvergi nærri duga til að halda nægu dýpi fyrir núverandi Herjólf. Til þessa svo verði þarf að fjarlægja allt of mikið magn. Til samanburðar þá þyrfti nú að fjarlægja 16.000 rúmmetra fyrir þá ferju sem nú er í hönnun en um 60.000 fyrir núverandi Herjólf, en þetta kom fram á upplýsingafundinum.
Fulltrúar úr undirbúningshópi um ferjusmíði kynntu einnig niðurstöður úr fyrstu prófunum í siglingahermi. Á fundinum var ítrekað það sem áður hafði komið fram um að ferjan hafi fulla þjónustugetu í siglingum til �?orlákshafnar hvað varðar burðargetu og siglingarhæfi. Litlu muni á burðargetu nýsmíði og núverandi Herjólfs en sá munur sem verði sé nýja skipinu í hag þar sem það beri fleiri bíla en núverandi Herjólfur. Á móti kemur að það verða færri kojur (30 kojur). Siglingarhraði núverandi skips sem var sérhannað til siglinga í �?orlákshöfn er um 15 sjómílur. Vonir standa til að siglingahraði nýju ferjunnar í siglingum til �?orlákshafnar verði einnig 15 sjómílur. en á fundinum kom skýrt fram að svo geti farið að þær kröfur sem gerðar eru til skipisins í siglingum í Landeyjahöfn kunni að verða til þess að hraðinn verði litlu minni á langsiglingu og ferðin til �?orlákshafnar gæti orðið allt að 10 til 15 mínútum tímafrekari. Á móti kemur að ekki er gert ráð fyrir að skipið sigli í �?orlákshöfn nema í þeim tilvikum þar sem ölduhæð verður yfir 3,5 metrar í Landeyjahöfn og höfuð áhersla lögð á siglingar skipsins allt árið í Landeyjahöfn. Á fundinum komu fram þau skýru skilaboð frá heimamönnum að ekkert megi gerast sem fjölgi þeim tilvikum þar sem Vestmannaeyjar einangrast alveg. �?vert á móti þá þurfi að draga úr þeim tilvikum.
Hræddur um að ríkið noti óttann og illt umtal
Eyjafréttir leituðu til Elliða Vignissonar varðandi nýjustu dýptarmælinguna. Hann sagðist ekki fara leynt með það �?? hvorki við okkur né aðra- �??að ég er hræddur um að ríkið noti óttann og illt umtal um Landeyjahöfn til að draga á langinn nauðsynlegar aðgerðir svo sem dælubúnað, nýsmíði og aðrar framkvæmdir við höfnina. �?etta eru kostnaðarsamar aðgerðir og víða er þörf á fjármagni. Ríkið getur ekki gert allt fyrir alla og þarf að forgangsraða. Hafa þarf hugfast að í fjárlögum 2015 er ekki ein einasta króna í þetta verkefni og leiðir hafa ekki enn verið fundnar til fjármögnunar. Á meðan svo verður þá gerist náttúrulega ekkert. Við siglum þá áfram á þessu gamla skipi ýmist með herkjum í Landeyjahöfn eða �?orlákshöfn.�?? �?á sagði Elliði að framþróun samfélagsins hér í Eyjum sem hvílir á betri samgöngum sé í bið á meðan. �??�?g hef heldur ekki dregið fjöður yfir þann ótta minn sem snýr að því að höfnin verði aldrei betri en nú er og yfir erfiðasta tímann verði frátafir meiri en við getum búað við. Í raun er minn ótti �??rétt eins og ótti allra bæjarfulltrúa- sá sami og Eyjamanna almennt.
Elliði segist hinsvegar hvorki vilja né geta látið það eftir sér að vera með stórkallalegar yfirlýsingar um hvernig leysa eigi tæknilegan vanda við siglingar eða hafnagerð. �??�?g geri einfaldlega þá kröfu að samgöngur á sjó um Landeyjahöfn verði með þeim hætti sem okkur var lofað. Að okkur verði tryggðar öruggar og tíðar ferðir allt árið árið í höfnina sem byggð var til að bregðast við þeim vanda sem hér var fyrir áratug. Vanda sem enn er óbreyttur. Fyrr en þessari framkvæmd ekki lokið. �?að er okkar að benda á markmiðið en annarra að finna leiðirnar. �?g er einnig á þeirri skoðun að gera verði fullar kröfur til þess að hin nýja ferja geti þjónustað siglingar í Landeyjahöfn þegar ölduhæð eða aðrar aðstæður í Landeyjahöfn koma í veg fyrir siglingu þangað. Nútíma samfélag þolir ekki að samgöngur falli algerlega niður í heilan sólarhring.�??
Að lokum sagðist Elliði telja að við Eyjamenn eigi að vera alveg skýrir í því að ekki kemur til greina að núverandi Herjólfur fari frá Vestmannaeyjum fyrr en komin er haldgóð reynsla af siglingum nýrrar ferju.