Í byrjun janúar var stofnaður tíu manna bakvarðahópur Safnahúss og Sagnheima. Hópnum er ætlað að verða Kára Bjarnasyni forstöðumanni Safnahúss og Helgu Hallbergsdóttur safnstjóra Sagnheima til ráðgjafar varðandi menningarviðburði, söfnun menningarverðmæta og rannsóknir á menningararfi Eyjanna í víðasta skilningi.o.fl.
Hópinn skipa: Arnar Sigurmundsson, sem leiðir hópinn, Hermann Einarsson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Haraldur Gíslason, Haraldur �?. Gunnarsson, Marta Jónsdóttir, Stefán �?skar Jónasson, Páley Borgþórsdóttir, Ágúst Einarsson og Helgi Bernódusson.
Hér á ferð öflugur hópur áhugamanna sem án efa mun efla starfsemina enn meira.