�??Margar spurningar hafa vaknað við nýjustu breytingar á virðisaukaskattslögunum og lúta þær meðal annars að útgáfu reikninga fyrir og eftir áramót ,�?? segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir, partner hjá KPMG ehf. en félagið stendur fyrir fróðleiksfundi í Vestmannaeyjum á morgun, fimmtudag kl. 8:30 í Akóges. Skráning á www.kpmg.is
�?ar verður farið yfir margvíslegar skattalagabreytingar sem voru nýlega samþykktar og taka til tekjuskatts og ýmissa annarra skatta eða gjalda.
Viðamiklar miklar breytingar voru gerðar á virðisaukaskattslöggjöfinni á síðasta ári. �?ær voru aðallega tvíþættar. Annars vegar var skatthlutföllum í virðisaukaskatti breytt, þar sem að efra skatthlutfallið var lækkað úr 25,5 í 24% en það neðra hækkað úr 7% í 11%. Soffía bendir á að sú breyting hafi eðlilega vakið mikla athygli þar sem hún hafi áhrif á matarkaup landsmanna. Niðurfelling á vörugjöldum, þar með talinn sykurskatturinn hafi átt að koma sem mótvægi en það eigi eftir að koma í ljós hvaða áhrif sú breyting hefur á matarkörfuna. Hins vegar hafi aðrar breytingar sem gerðar voru á virðisaukaskattslögunum ekki verið eins mikið í umræðunni og mætti ætla þegar horft sé til þeirra áhrifa sem að sú breyting mun hafa.
�?ar megi nefna breytingu sem hefur þau áhrif að frá áramótum 2016 verður ákveðin tegund fólksflutninga virðisaukaskattskyld. �?að er fólksflutningar í afþreyingarskyni almenningssamgöngur eftir fyrirfram ákveðinni áætlun verða áfram undanþegnar virðisaukaskatti.
KPMG hefur undanfarin ár fylgt skattabæklingi sínum úr hlaði og halda fróðleiksfundi á þeim stöðum sem félagið er með skrifstofur og segir Soffía virðisaukaskattsbreytingar sérstaklega hafa borið á góma. �??Enda er ferðaþjónusta í miklum blóma víðast hvar og margir sem að hafa spurningar þar að lútandi. Hvaða áhrif hafa þessar breytingar á reksturinn, hvað þarf að gera og hvernig er hægt að undirbúa sig. Við munum fara yfir öll þessi mál á fróðleiksfundi hjá KPMG í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn og vonumst til þess að sem flestir komi og kynni sér þau áhrif sem þessar breytingar munu hafa.. Við munum fjalla um hvað er helst á döfinni í skattamálum og möguleg áhrif á þann rekstur sem að viðkomandi er með.�??