Haukar sigruðu ÍBV i kvöld 17-21. Eyjamenn byrjuðu leikinn af krafti og virtust koma vel útúr fríinu en þeir leiddu leikinn 6-5 eftir 15. mínútna leik. Grétar �?ór Eyþórsson byrjaði leikinn af krafti og skoraði fimm af fyrstu sex mörkum ÍBV. Haukar komust í fyrsta skipti yfir í leiknum eftir 24 mínútur, 8-9 eftir það var ekki aftur snúið og virtust ÍBV aldrei líklegir til að jafna metin eftir það og var staðan í hálfleik 9-11 Haukum í vil.
Kolbeinn Arnarsson hóf seinni hálfleikinn af krafti og varði fyrstu þrjú skot Haukamanna þar af eitt víti. ÍBV virtist ætla að byrja seinni hálfleikinn af krafti en lélegur sóknarleikur ÍBV varð þeim að falli í kvöld. Haukar héldu forystunni allan síðari hálfleikinn og voru lokatölur 17-21.
ÍBV sitja í 5. sætinu með 17 stig. Ljóst er að ÍBV þurfu að finna lausnir fljótt en þeir taka á móti Aftureldingu á sunnudaginn í 8-liða úrslitum Coca-cola bikarins.
Mörk ÍBV skoruðu þeir; Grétar �?ór Eyþórsson 8, Magnús Stefánsson 3, Agnar Smári Jónsson 2, Andri Heimir Friðriksson 1, Einar Sverrisson 1, Sindri Haraldsson 1 og Theodór Sigurbjörnsson 1.
Kolbeinn Aron Arnarsson varði 14 skot og þar af 2 víti.