“Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verðbreytingar á gjaldskrám sundstaða hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1.janúar 2014 til 1. febrúar 2015. �?ll nema Sveitarfélagið Árborg hafa hækkað gjaldið á stökum miða í sund fyrir fullorðna, mesta hækkunin var hjá Reykjanesbæ eða um 38%. Árskort fullorðinna hefur einnig hækkað í verði hjá 11 sveitarfélögum af 15.” �?etta kemur fram á vef ASÍ.
Meðalgjaldið á stökum miða fyrir fullorðna í sund er kr. 573 kr. Sundlaug Vestmannaeyja er aðeins undir því og kostar miðin kr. 550 sem er 10% hækkun, sú lægsta af þeim sveitarfélögum sem hækkuðu. Mesta hækkunin er 38% hjá Reykjanesbæ en þeir hækkuðu úr 400 í 550 kr. Hæsta staka gjaldið er í Reykjavík og Fjarðarbyggð kr. 650. �?dýrast er á Akranesi 415 kr.
�?egar kemur að afsláttarkortunum er Sundlaug Vestmannaeyja þó hagstæðust. 10 miða kortið kostar kr. 3400, hækkar þó um 3% en er þó 38% ódýrara en dýrasta slíka kortið, í Kópavogi en þar kostar það 4.700. 30 miða kortið kostar í Eyjum 7.300 kr sem er 2% hækkun en aftur það ódýrasta á landinu, í það minnsta í þessari úttekt ASÍ.
Verðkönnun ASÍ
Stakur sundmiði fyrir barn á Grunnskóla aldri hækkar ekki í Vestmannaeyjum og er rétt um meðalverð eða kr. 180. Misjafnt er þó á milli svetarfélaga hvenær barnagjald er tekið upp. Algengast er að greiða barnagjald fyrir börn frá 6 til 18 ára. En hjá sumum sveitarfélögum hefst gjaldtaka ekki fyrr en barn verður 10 ára. Einnig teljast börn í sumum sveitarfélögum fullorðin 16 ára.
Verðkönnun ASÍ
Í sumum sveitarfélögum er frítt í sund fyrir börn, öryrkja og eldri borgara á það aðeins við íbúa viðkomandi sveitarfélags. Í Vestmannaeyjum er það þannig, börn búsett í Vestmannaeyjum fá frítt í sund að 18 ára aldri. 67 ára og eldri sem og öryrkjar búsettir í Vestmannaeyjum fá það einnig gegn framvísun korts frá TR.