Bankastjóri kemur inn í fiskbúð.
Bankastjórinn: – Góðan daginn hr. fisksali
Fisksalinn: – Góðan daginn hr. bankastjóri, hvað má bjóða þér í dag?
Bankastjórinn: – Hvað kostar nætursöltuð ýsa?
Fisksalinn: – Hún kostar 2000 kr. kílóið
Bankastjórinn: – �?á ætla ég að fá eitt kíló takk.
Fisksalinn: – Já það gera 2500 kr.
Bankastjórinn: – En þú sagðir að kílóið kostaði 2000 kr.
Fisksalinn: – Afgreiðslugjald er 500 kr.
Bankastjórinn: – Nú jæja, gerðu svo vel, hér er fimmþúsundkall.
Fisksalinn: – Takk fyrir, hérna kemur nætursaltaða ýsan og afgangurinn
Bankastjórinn: – Nei ! Bíddu hægur, hérna eru bara 2000 kr., það vantar 500 kall uppá
Fisksalinn: – Við erum með 500 kr. gjald fyrir að skipta peningum.
Bankastjórinn: – �?etta er bara dónaskapur hr. fisksali !!
Fisksalinn: – Laukrétt hr. bankastjóri.