Fyrir síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráð lá fyrir uppgjör vegna kostnaðar við gatnagerð og lagfæringar á Vestmannabraut sem lauk á síðasta ári. Fram kom að heildarkostnaður var 107 milljónir króna en gert hafði verið ráð fyrir fjármagni að upphæð 103 milljónir króna til verksins. Ráðið þakkaði upplýsingarnar.
Hluti Vestmannabrautarinnar frá Heiðarvegi að Skólavegi var tekinn upp og lagfærður og hefur það tekist vel. Einnig Lagfæringarnar hafa tekist vel og húsið númer 52, Breiðholt er eitt af þeim húsum sem setja skemmtilegan svip á götumyndina.