Mikið verður um dýrðir í íþróttahúsi Vestmannaeyja í dag þegar ÍBV B tekur á móti Bikarmeisturum Hauka klukkan 13:30. Síðastliðinn fimmtudag sást til nokkura leikmanna B liðsins skoða leikmenn andstæðinganna og telja þeir sig hafa fundið góðar lausnir til bera sigur úr bítum. Mikil leynd hefur hvílt yfir leikmannahópi ÍBV B, hafa ýmis nöfn verið nefnd í því samhengi en ekkert gefið út til fjölmiðla en strákarnir ætla svo sannarlega að koma Haukunum á óvart. Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka er greinilega áhyggjufullur fyrir leiknum þar sem hann reyndi að njósna á æfingu B liðsins á fimmtudaginn eftir leik Hauka og ÍBV en honum var hent út af æfinguni af hraustum leikmönnum B-liðsins.