Ísfélag Vestmannaeyja er í 12. sæti á lista fyrirtækja sem stóðust styrkleikapróf Creditinfo og Vinnslustöðin er í 18. sæti. �?etta eru fyrirtæki sem útnefnd eru framúrskarandi fyrirtæki 2014. Bæði þessi fyrirtæki sýna með þessu að þau eru vel rekin og standa vel, sem endurspeglast í stöðu Vestmannaeyja. Talsvert þarf til að standast kröfur Creditinfo en aðeins en einungis 1,7% fyrirtækja standast þær.
Skilyrði Creditinfo fyrir því að telja fyrirtæki framúrskarandi:
Ársreikningi skilað til Ríkisskattstjóra síðastliðin þrjú ár.
Líkur á alvarlegum vanskilum eru innan við 0,5%.
Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð.
Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð.
Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð.
Eignir hafa numið 80 milljónum króna eða meira þrjú ár í röð.
Fróðlegt er að sjá í hvaða félagsskap Vinnslustöðin er meðal bestu fyrirtækja landsins, samkvæmt greiningu og mati Creditinfo yfir fyrirtæki ársins 2014.
Samherji
Icelandair Group
Horn Fjárfestingarfélag
HB Grandi
Síldarvinnslan
Icelandair
�?ssur
Skinney-�?inganes
Marel
Norðurál Grundartangi
Gjögur
Ísfélag Vestmannaeyja
Reginn
Dalsnes
Tryggingamiðstöðin
�?tgerðarfélag Akureyringa
Vátryggingafélag Íslands
Vinnslustöðin
Medis
Sjóvá-Almennar tryggingar