Engin slys urðu á fólki þegar Herjólfur fékk á sig brot og lagðist á hliðina á leið frá Vestmannaeyjum til �?orlákshafnar síðdegis í gær. Skemmdir urðu á bíladekki og illa hefði getað farið þegar hitaborð í borðsal áhafnar kastaðist út í síðu. Talsvert af leirtaui brotnaði og var mikið verk að taka til. Brottför frá �?orlákshöfn var klukkan tíu í gærkvöldi. Var veðrið þá gengið niður.
Heiðar Páll Halldórsson, stýrimaður, segir að sex bílar hafi skemmst, ekki mikið en mest var skemmd á hurð sem hann sagðist halda að væri ónýt. Hann sagði að hvasst hafi verið af suðvestan og sjö til átta metra ölduhæð. �??Suðvestan áttin er verst fyrir okkur, erum svo óvarðir og hún stendur þvert á skipið,�?? sagði Heiðar. Hitaborðið er komið á sinn stað en mikil mildi er að enginn varð á milli þegar það hentist út í síðu. Mikið verk var að þrífa eftir hamaganginn en allt er að komast í fyrra horf. Herjólfur er í sinni annarri ferð í dag og er bærilegt veður.
Ekki varð áhöfnin vör við hræðslu hjá farþegum, þeir hafi allir verið í koju en af Facebokkfærslum má ráða að ekki stóð öllum á sama þegar vest lét.