Í dag klukkan 16:00 tekur ÍBV á móti Aftureldingu. Búast má við spennandi leik en Afturelding situr í 3. sæti Olísdeildarinnar en ÍBV í því 5. Eflaust muna margir eftir því þegar ÍBV datt út í fyrra gegn Aftureldingu eftir framlengdan leik í Mosfellsbænum. Strákarnir vilja eflaust hefna fyrir það og munu mæta vel stemmdir til leiks. Sigurvegari leiksins er svo komin í Undanúrslitinn sem fara fram í Laugardalshöll.