Hlaup.is hefur nú tekið saman einkunnir sem hlauparar gáfu hlaupum ársins 2014. Í annað skiptið er hlaupunum skipt niður í tvo flokka, götuhlaup og utanvegahlaup og hæsta einkunn í hvorum flokki fyrir sig skilar titlinum “Götuhlaup ársins 2014” og “Utanvegahlaup ársins 2014”. Að baki valinu eru rétt rúmlega 1400 einkunnir þar sem hinum ýmsum þáttum hlaupanna eru gefnar einkunnir.
Að þessu sinni hlaut Fjögurra skóga hlaupið titilinn “Utanvegahlaup ársins 2014” og Vestmannaeyjahlaupið var kosið “Götuhlaup ársins 2014”.
Við einkunnagjöf á hlaupum ársins gefa hlauparar tvennslags einkunnir. Annars vegar einkunnir fyrir hina ýmsu þætti hlaupsins og með því að reikna saman þessa þætti fæst “�?treiknuð einkunn”. Hlauparar gefa svo eina heildareinkunn”Gefin einkunn” sem byggir á hans mati fyrir hlaupinu í heild sinni. Til að fá út lokaniðurstöðu um hlaup ársins eru þessar tvær einkunnir sameinaðar og fengin út ein heildareinkunn sem ræður endanlegri röð hlaupanna í valinu um hlaup ársins 2014.
Hlaup.is greindi frá