Landeyjahöfn er alltaf mikið til umræðu meðal Vestmannaeyinga, að vonum. Eyjafréttir hafa líka mikið fjallað um þetta mannvirki. Alls hafa birst 1235 fréttir í 215 tölublöðum um Bakkafjöruhöfn / Landeyjahöfn allt frá árinu 2000 þegar hún kom fyrst til umræðu opinberlega. �?að ár var flutt þingsályktunartilllaga um höfn í Bakkafjöru. Árið 2010 var Landeyjahöfnin tekin í notkun. Bundar voru miklar vonir við höfnina, sem sumar hafa staðist, aðrar ekki. �?rátt fyrir allt hefur Landeyjahöfn valdið byltingu í samgöngumálum Eyjanna.
�?egar Herjólfur sigldi síðustu ferð sína til �?orlákshafnar, áður en Landeyjahöfn var tekin í notkun, var �?orlákshöfn kvödd með skipsflautunni, og fólk reiknaði ekki með að eiga leið þar um á næstunni.
Eyjafréttir hafa tekið saman sögu hafnarinnar frá aldamótum til síðustu áramóta. �?ar er farið yfir söguna eins og hún hefur birst í fjölmiðlum, bæði í fréttskrifum og greinum. �?etta Landeyjarhafnarblað er 8 blaðsíður að stærð og verður fylgiblað Eyjafrétta á morgun.