Í fyrra var Lundaballið slegið af. En nú hafa Helliseyingar tekið af skarið, því Lundaballið 2015 verður haldið í Höllinni laugardaginn 26. september n.k. Takið daginn strax frá. Helliseyingar munu hafa veg og vanda að framkvæmdinni og hafa Steingrímssynir (Stængræmssons) ákveðið að fara með stjórnina. Meðalaldur þeirra er tæplega 90 ár og treysta þeir sér fullkomlega til að sjá um ballið. Allir eru velkomnir og sérstaklega sauma- og smíðaklúbbar. Reyndar hefur heyrst að Elliðaeyingar séu að sannfæra forvígismenn Gay Pride göngunnar að einmitt þessi helgi sé tilvalin fyrir gönguna og ætla þeir þá að fjölmenna eins og fyrr,(að sagt er)
Fylgist vel með upplýsingum um Lundaballið á næstunni sem munu birtast í helstu fjölmiðlum landsins eftir hentugleikum. Ef spurningar vakna þá vinsamlegast hafið samband við næsta Helliseyjarmann en þeir eru auðþekkjanlegir á glæsilegu vaxtarlagi og gleðinni sem þeim fylgir.
frétt frá Helliseyingum