-Mánaðardagurinn í dag er alltaf sérstakur. �?ennan dag árið 1928 vann pabbi það einstaka björgunarafrek að klífa Ofanleitishamar og bjarga skipsfélögum sínum. �?ennan dag var mikill snjór og frost í Vestmannaeyjum,þannig að það er enn þann dag í dag mönnum mikil ráðgáta hvernig hann gat klifið hamarinn og sótt hjálp til að bjarga mönnunum,sem biðu á sillu fyrir neðan hamarinn,�?? skrifar Sigurður Jónsson, fyrrum bæjarfulltrúi og kennari í Vestmannaeyjum í gær. �?ar minnist hann þess þegar faðir hans, Jón Vigfússon frá Holti vann þetta einstaka afrek.