Eins og Eyjafólk og landsmenn flestir hafa orðið varir við hefur veturinn í vetur verið einkar erfiður og hver lægðin rekið aðra.
�?að sem af er ári hafa nokkrar ferðir Herjólfs verið felldar niður til �?orlákshafnar. Ljóst er að ein niðurfelld ferð er einni ferð of mikið fyrir þann sem hafði fyrirhugað að ferðast með þeirri ákveðnu ferð og á því er fullur skilningur. Umræðan er eðlileg en getur því miður stundum verið óvægin.
�?egar skoðaður er fyrsti einn og hálfur mánuður ársins og hann borinn saman við sama tímabil sl. fjögur ár kemur í ljós að fjöldi niðurfelldra ferða var svona, árið 2011 níu ferðir, 2012 níu ferðir, 2013 ein ferð, 2014 ein ferð og í ár tíu ferðir þar af fjórar á síðustu viku en sigldar ferðir á sama tíma í ár alls áttatíu og tvær. Aðrir ferðaþjónustuaðilar hafa einnig þurft að fella niður fleiri ferðir en oft áður s.s. Flugfélag Íslands eins og fram kom í viðtali við Árna Gunnarsson forstjóra flugfélagsins í síðustu viku.
Hjá Herjólfi er þetta allt háð sjólagi og veðri sem erfitt er að eiga við. �?egar ákvörðun er tekin um að fella niður ferð er það eingöngu gert með öryggi farþega, áhafnar, farms og skips að leiðarljósi og allt tal um niðurfellda ferð vegna mögulegrar sjóveiki farþega á ekki við rök að styðjast. Eðli málsins samkvæmt getur fólk haft misjafna skoðun á þeirri ákvörðun og í einhverjum tilfellum getur sjólag batnað fyrr en spá og/eða raunstaða gaf fyrirheit um og í þeim tilfellum getur verið gott að vera vitur eftir á.
Eimskip stendur þétt að baki skipstjórum Herjólfs og treystir þeim fullkomlega til að taka þessar stundum erfiðu ákvörðun en minnir á að misjöfn reynsla getur kallað á misjafna ákvörðun en eins og áður segir er öryggi haft að leiðarljósi á öllum stundum.
Virðingarfyllst
EIMSKIPAF�?LAG ÍSLANDS HF.