Seinni ferð Herjólfs fellur niður vegna ölduhæðar sem er núna er 9,2 m í Grindavík og 7,9 m á dufli við Surtsey. Er þetta sunnanalda sem gerir innsiglingu til �?orlákshafnar mjög erfiða.
Samkvæmt ölduspá er útlitið ágætt fyrir siglingar á morgun fimmtudag og er því gert ráð fyrir því að sigla samkvæmt áætlun. Ef það reynist ekki hægt mun verða send út tilkynning um kl 7 í fyrramálið en að öðrum kosti siglt samkvæmt áætlun.
Farþegar eru vinsamlegast beðnir að fylgjast með fréttum á www.herjolfur.is, https://www.facebook.com/ms.herjolfur og síðu 415 í textavarpi RUV.
Nánari upplýsingar í síma 481-2800.