Í kvöld tekur ÍBV á móti Fram klukkan 18:30 í Olísdeild karla. Liðin mættust fyrir tveimur vikum þar sem leiknum lauk með jafntefli, ljóst er að um hörkuleik verður að ræða í kvöld. Leikurinn er jafnframt síðasti leikur fyrir bikarúrslitahelgina og eru áhorfendir hvattir til að mæta og styðja strákanna til sigurs og æfa hvatningarsöngva og hitað upp fyrir komandi helgi.