Skollið er á glórulaus austan stórhríð í Vestmannaeyjum svo vart sér á milli húsa. Lögreglan biður fólk um að vera ekki mikið á ferðinni að óþörfu. Skyggnið er lítið og ekkert ferðaveður. Eyjataxi hefur sent frá sér tilkynningu að vegna veðurs verði því miður að loka þar til veður og færð skánar. -Við viljum ekki stefna farþegum og bílstjórum okkar í hættu.
Vinsamlegast hjálpið okkur að deila kæru Eyjamenn, segja leigubílstjórar Eyjataxa.