Loðnuflotinn er nú að veiðum inn og vestur af Vestmannaeyjum og hefur verið góð veiði í dag í ágætu veðri. Sighvatur Bjarnason VE er nýkominn inn með um 800 tonn sem er skammturinn sem þeir mega koma með í frystingu. Vaktir byrja í Vinnslustöðinni í kvöld.
Bræla tafði veiðar um helgina en nú er útlit fyrir sæmilegt veður fram á miðvikudag og á meðan keppast skipin við því hver veiðidagur skiptir máli.
Á myndinni eru kampakátir karlar á Sighvati Bjarnasyni VE. Myndina tók matsveinninn, Gunnar Ingi.