Frábærar fréttir berast af loðnumiðunum og allt komið á fullt í stöðvunum og greinilega allt vitlaust að gera í Eyjum. �?ví var það sameiginleg ákvörðun Hallarinnar og Helga Björns að að fresta fyrirhugaðri ´80 hátíð þar til betur stendur á.
Einnig eru margir Eyjamenn að fara að taka �??langa helgi�?? í Reykjavík, því Eyjamenn eiga fulltrúa í undanúrslitum karla og kvenna, �??Final four�?? og bikarúrslitum 3ja flokks karla og 3ja flokks kvenna, sem fram fara á sunnudag. Uppskera ÍBV getur því orðið mjög góð eftir þessa helgi. Ef það fer vel hjá okkur í undanúrslitum og úrslitum á laugardeginum, verður að sjálfsögðu kátt í Höllinni.
Loðnuslútt 2015 �?? 01.apríl
Loðnuslútt Vestmannaeyja og nokkurskonar vorhátíð, verður í Höllinni þann 01.apríl næstkomandi, sem er miðvikudagur fyrir páska. Hinn eini og sanni Páll �?skar mun skemmta og Einar Björn og hans starfsfólk mun töfra fram æðislegan mat. Palli mun skemmta að mat loknum og svo verður dansað með þessum skemmtilega listamanni langt fram á morgun. �?etta verður nánar auglýst síðar, en áhugasamir geta pantað borð hjá Einari Birni í síma 698-2572.