Ásta Sigríður Guðjónsdóttir hefur verið ráðin til Eyjafrétta og mun hún taki við starfi fráfarandi framkvæmdastjóra, Gísla Valtýssonar. Einnig mun hún koma inn sem blaðamaður Eyjafrétta og Eyjafrétta.is
Ásta Sigríður er með BA gráðu í félags- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands ásamt því að hafa stundað meistaranám í markaðsfræði- og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Undanfarin 5 ár hefur hún starfað sem aðstoðarmaður framkvæmdastjóra fjárfestingarbankasviðs Arion banka. Ásta Sigríður er í sambúð með Sigurði Árnasyni lögmanni og eiga þau eina dóttur, Ásthildi Evu.