ÍBV og Grótta mættust í kvöld i undanúrslitum Coca-Cola bikarsins þar sem Grótta hafði betur 28-34. Grótta skoraði fyrsta mark leiksins og lét forystuna aldrei af hendi. Leikurinn byrjaði heldur fjörlega og eftir tíu mínútna leik var staðan orðin 8-5 fyrir Gróttu. ÍBV missti svo Gróttu frá sér þegar leið á leikinn, stelpurnar voru ekki að spila nógu góða vörn og Grótta gekk á lagið og staðan í hálfleik var 14-18 fyrir Gróttu.
Grótta skoraði fyrstu tvö mörk síðari hálfleiksins og fór þá um marga Eyjamenn í stúkunni. Stelpurnar gáfust þá ekki upp og breyttu úr 6-0 vörn í 5-1 og Grótta átti fá svör við henni, ÍBV minnkaði muninn hægt og rólega þegar munrinn var komin í þrjú mörk tók þjálfari Gróttu, Kári Garðarsson leikhlé. �?egar níu mínútur voru eftir fékk ÍBV víti og gátu minnkað muninn í eitt mark en vítið fór forgörðum og Grótta sigraði að lokum með sex marka mun, 34-28.
Lokatölur leiksins gefa ekki rétta mynd af leiknum. ÍBV eiga hrós skilið fyrir að gefast ekki upp þegar mótlætið var orðið mikið og komu til baka og sýndu mikin karakter. Grótta var alltaf skrefinu á undan og sigruðu verðskuldað.
Mörk ÍBV skoruðu þær; Ester �?skarsdóttir 6, Telma Amado 5, Vera Lopes 5, Elín Anna Baldursdóttir 5, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Arna �?yrí �?lafsdóttir 1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 1, Kristrún �?sk Hlynsdóttir 1og Drífa �?orvaldsdóttir 1.