30 mínútna heimildarmynd um bikarævintýri ÍBV

Sighvatur Jónsson hjá Sigva-media fylgdi ÍBV í bikarúrslitaleikinn á laugardaginn og heim aftur, með myndavélina með í för. Afraksturinn er nú klár og er hægt að sjá hann hér að neðan. “30 mínútna heimildarmynd um bikarævintýri meistaraflokks karla ÍBV sem sigraði FH 23-22 í úrslitaleik Coca Cola bikarkeppninnar í Laugardalshöll laugardaginn 26. febrúar 2015. Myndin […]
Héldu um pung hver annars í þjóðsöngnum

Bikarúrslitaleikir yngri flokkanna í handbolta voru leiknir í Laugardalshöll um helgina við sömu umgjörð og meistaraflokkarnir gerðu á laugardag. Leikmenn 3. flokks karla hjá ÍBV báru sig heldur óvenjulega að þegar íslenski þjóðsöngurinn var leikinn fyrir úrslitaleik liðsins gegn Val. Hver leikmaður ÍBV greip með hægri hönd sinni um pung samherja síns meðan þeir sungu […]
Tók við viðurkenningunni úr hendi afa síns

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna efndi til árlegs Eldvarnaátaks í nóvember 2014. Í Eyjum komu öll átta ára börn á Slökkvistöðina, voru frædd um eldvarnir og öryggismál og þeim síðan gefinn kostur á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni 2014. Góð þátttaka var í Eldvarnagetrauninni. Nöfn 33 barna víðs vegar af landinu voru dregin úr innsendum lausnum. […]