Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna efndi til árlegs Eldvarnaátaks í nóvember 2014. Í Eyjum komu öll átta ára börn á Slökkvistöðina, voru frædd um eldvarnir og öryggismál og þeim síðan gefinn kostur á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni 2014.
Góð þátttaka var í Eldvarnagetrauninni. Nöfn 33 barna víðs vegar af landinu voru dregin úr innsendum lausnum. Eitt barnanna var héðan úr Eyjum �?órður �?rn Gunnarsson. Hann mætti á Slökkvistöðina þann 14. febrúar 2015 og tók við viðurkenningunni. Afi hans og slökkviliðsmaðurinn �?órður Hallgrímsson veitti nafna sínum viðurkenninguna. Við í Slökkviliði Vestmannaeyja viljum þakka öllum átta ára börnum í Eyjum fyrir veitta aðstoð í eldvörnum á heimilum.