Margoft hefur verið varað við foki austan í Stórhöfða þar sem rofabörð hafa verið að myndast og smá saman gengið á gróður og jarðveg á svæðinu. Nú er komið í ljós að aðvörunarorðin voru ekki af tilefnislausu því í ofsaveðrinu sem gekk yfir Vestmannaeyjar helgina 21. til 22. febrúar hafa hundruð fermetra af gróðurþekju og hundruð ef ekki þúsundir tonna af jarðvegi fokið upp og skilið eftir stóra geil þar sem áður var þétt grasþekja.
�?að var Pálmi Freyr �?skarsson, áður veðurathugunarmaður í Stórhöfða sem sendi Eyjafréttum myndir af hamförunum sem þarna hafa orðið. Fór hann ásamt blaðamanni og Ingvar Sigurðssyni og Erpi Snæ Hansen hjá Náttúrustofu til að kanna aðstæður. Og það verður að segjast eins og er að ástandið er miklu verra en myndirnar sýna. Geilin, sem mjókkar upp, er einhverja tugi metra bæði á breidd og lengd og nálægt því mannhæðar djúp. �?arna hefur allt sópast í burtu og ekkert eftir nema moldarlituð klöppin.
Ítarleg umfjöllun í Eyjafréttum á morgun.