Konur úr kristnum kirkjudeildum ætla að hittast við Landakirkju og fara þaðan kl. 17.00 í bænagöngu. Beðið verður á leiðinni fyrir málefnum bæjarins og öðrum bænarefnum. Að göngu lokinni verður samvera kl. 18.00 í Stafkirkjunni.
Bænarefnin koma frá Bahamaeyjum þetta árið og er orðalag Bahamakvenna litríkt og djúpt. Efnið allt er einstaklega áhugavert.
Sérstök bænarefni eru fátækar konur, þolendur heimilisofbeldis, flóttafólk, ungar mæður og einstæðir foreldrar, fólk með HIV/alnæmi og konur sem greinst hafa með brjóstakrabba.
Jesús segir: �??Skiljið þér hvað ég hef gert við yður?�?? (Jóh13.12)
Alþjóðlegum bænadagi kvenna var fyrst fagnað á Íslandi 8. mars 1935 og hefur verið haldinn óslitið frá því fyrir 1960. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, síðar séra, hafði forystu um að kalla saman hóp kvenna úr mörgum söfnuðum á 7. áratug 20. aldar. Sá hópur er enn starfandi og stendur ár hvert að þýðingu efnis sem kemur frá mismunandi löndum í gegnum alþjóðaskrifstofuna í NewYork. Kjörorð dagsins, sem á uppruna sinn í Norður-Ameríku á 19. öld, er:
UPPLÝST B�?N, B�?N Í VERKI
Tekin verður fórn fyrir Hið íslenska biblíufélag
ALLIR VELKOMNIR