Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni, fjallaði Elliði Vignisson, bæjarstjóri um stöðu og þróun atvinnumála í Vestmannaeyjum. Sagði hann að þann 11. febrúar 2015 hefði búafjöldi í Vestmannaeyjum verið 4.270 manns. Karlmenn eru 2.220 (52%) og konur eru 2.050 (48%). Vestmannaeyjabær er 12. fjölmennasta sveitarfélagið á Íslandi en næststærsti byggðakjarni utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar. Í Vestmannaeyjabæ búa 1,2% Íslendinga. Íbúum Vestmannaeyja hefur fjölgað stöðugt frá árinu 2007 þegar þeir voru 4.040, en þá var ákveðnum botni náð í íbúafjölda í Vestmannaeyjum. �?á höfðu íbúar ekki verið færri síðan árið 1953/1954. Íbúaþróun hafði því hoppað aftur um rúm 50 ár, þegar botninum var náð.
Á þessum umrædda tíma var frjálsu framsali með aflaheimildir komið á sem leiddi til mikillar hagræðingarkröfu í sjávarútvegi. �?rátt fyrir að aflaheimildir útgerða í Vestmannaeyjum myndu aukast verulega á þessum tíma fækkaði íbúum. �?róunin í Vestmannaeyjum varð því eins og víðast í sjávarbyggðum. �?essar byggðir greiddu einfaldlega fyrir hagræðinguna með íbúafjölda. Í Vestmannaeyjum varð kostnaðurinn um 20%. Síðan 2007 hefur íbúum fjölgað um 230 manns eða um 5,7% á 8 árum.
Aldurssamsetning eyjamanna er að breytast hratt. Íbúafjöldi og samsetning 11. janúar 2015 var þannig að börn og fólk á aldrinum 0 – 16 ára (fædd á árabilinu 1999 – 2015), kornabörn, börn á leikskóla og grunnskóla eru samtals 867 einstaklingar eða 20,3% íbúa. Fullorðnir – fólk á aldrinum 17 – 67 ára (fædd á árabilinu 1948 – 1998), fólk á á vinnualdri, eru samtals 2.847 einstaklingar eða 66,7% íbúa
Eldri borgarar – fólk á aldrinum 68 til 100 ára (fædd á árabilinu 1915 – 1947), eru samtals 556 einstaklingar eða 13% íbúa. Töluverður fjöldi fólks á þessum aldri er enn starfandi. Eftir 10 ár verður fjöldi eldri borgara kominn nálægt 1000.
Meðal þess sem fram kom í framsögu bæjarstjóra var að atvinnumál væru nú á algerum krossgötum. Störfum fyrir sjómenn hefur fækkað gríðarlega á seinustu tveimur og hálfu ári eða um 124. Sérstök áhersla var lögð á samanburð á árunum 2007 og 2014. Á þeim tíma hefur störfum fyrir fiskverkafólk fjölgað nokkuð eða um 145. Hinsvegar fækkar stöðugildum iðnaðarmanna úr 111 niður í 90 en stöðugildum í veitinga- og hótel starfsemi fjölgar úr 31 í 89. Sérstaka athygli vekur að stöðugildum í opinberri stjórnsýslu fækkar úr 129 í 78 á árunum 2007 til 2014 og starfsmönnum í heilbrigðisþjónustu úr 108 í 98.
Í yfirferð bæjarstjóra var einnig fjallað um þróun í fjölda fyrirtækja. Fram kom að fyrirtækjum hefur fækkað mikið síðan 2007. �?annig hefur fjöldi útgerða fækkað úr 27 niður í 16. Fyrirækjum í iðnaði fækkar úr 21 í 10 og fyrirtækjum í fiskvinnslu úr 10 í 7.
�?á kom fram að í Vestmannaeyjum búi nú 233 einstaklingar með erlent ríkisfang eða um 5,5% allra íbúa. Hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi er hinsvegar 7 til 7,4%. Fólk með erlent ríkisfang, búsett í Vestmannaeyjum kemur frá 32 erlendum ríkjum.
Frá síðasta ársfjórðungi 2009 til síðasta ársfjórðungs 2014 hefur erlendum ríkisborgurum fjölgað jafnt og þétt um 90 manns, úr 140 í 230. �?að gerir aukningu um 64%. Á sama tíma hefur íbúafjöldi í Vestmannaeyjum hækkað úr 4.140 í 4.270, eða um 130 manns eða 3%. Erlendir ríkisborgarar stóðu því undir 69% af aukningu á íbúafjölda í Vestmannaeyjum á þessu tímabili. Slíkt þarf ekki að koma á óvart í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur á atvinnumarkaði.
Bæjarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af þróun mála í atvinnulífi Vestmannaeyja. Ljóst er að störfum beint við veiðar er að fækka en afleiddum störfum í sjávarútvegi er að fjölga. �?essi störf verða hins vegar illu heilli ekki nema að mjög litlu leyti til í sjávarbyggðunum. �?ess vegna fækkar þar störfum og þau verða enn einsleitari en áður. Landsbyggðirnar verða því fyrst og fremst hráefnisframleiðendur með störfum í grunnvinnslu.
Bæjarráð gerir alvarlegar athugasemdir við þá staðreynd að ríkisstjórn Íslands er ekki að standa við þau yfirlýstu markmið sín að færa störf af höfuðborgarsvæðinu yfir á landsbyggðina.
Bæjarráð telur afar brýnt að áður en þessi þróun sem hér að ofan er lýst hefur þau áhrif að samfélagið í Vestmannaeyjum hnignar verði ekki gripið til rótækra aðgerða. Nærtækast er þar að horfa til atvinnuþróunar og nýsköpunar á sviði sjávarútvegstengdra greina.