Vegna mistaka við vinnslu nýjasta tölublaðs Eyjafrétta gleymdist að setja í blaðið tilkynningu vegna útfarar Sveins Pálmasonar. Beðist er innilegrar afsökunar á þessum leiðu mistökum.
Sveinn Pálmason lést mánudaginn 23. febrúar síðastliðinn. �?tför hans fer fram frá Landakirkju næstkomandi laugardag þann 7. mars klukkan 11.00.
Sveinn fæddist 17. desember 1949 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru �?lafía Sveinsdóttir og Pálmi Árnason, þau eru bæði látin.
Hann var elstur fjögurra systkina en þau eru Rúnar, �?lafur og Ingibjörg. Bjuggu þau öll við Heiðarveg fyrir eldgosið 1973 enn Sveinn var sá eini þerra sem áfram bjó í Eyjum eftir gos.
Sveinn vann mörg ár í Steypustöð Vestmannaeyja og síðar í Kertaverksmiðjunni fyrst sem leiðbeinandi og síðan sem forstöðumaður. Við það starfaði hann til dánardags.
Sveinn var dyggur stuðningsmaður ÍBV og spiluðu bæði kvenna- og karlalið ÍBV í handbolta með sorgarbönd honum til heiðurs í nýafstöðnum undanúrslitum Coca-cola bikarsins. Strákarnir gerðu það einnig í úrslitaleiknum og að honum unnum tileinkaði liðið Sveini bikarinn.