Vegna fréttar í Morgunblaðinu í dag 6. mars 2015 vill undirritaður taka eftirfarandi fram.
Í fréttinni er talað er um að mögulega séu Vestmannaeyjar komnar að þolmörkum hvað fjölda ferðamanna varðar. �?að sem átt er við er að yfir stærstu viðburði sumarsins s.s. á �?jóðhátíð, hafa vaknað spurningar um það hvort mögulegt sé að fjöldi ferðamanna sé kominn að þolmörkun. �?að er þó alltaf á höndum mótshaldara, bæjaryfirvalda og lögreglu að skoða það og meta. Ljóst er að enn eru mikil ónýtt tækifæri stærstan hluta sumars og árs hvað gistirými og aðra þjónustu við ferðamenn varðar í Eyjum. Síðastliðin ár hefur hótel- og gistirýmum fjölgað auk þess sem flóra veitingahúsa og annarar þjónustu við ferðamenn hefur stóraukist. Einnig er ljóst að samgöngur eru sem fyrr megin þröskuldur aukningar ferðamanna og einkar harður vetur eins og sá sem nú er vonandi að ganga sitt skeið hefur áhrif. En öll él styttir upp um síðir og eins og öll sumur frá því Landeyjahöfn var tekin í notkun bíður ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum stórt ferðasumar og er það von allra ferðaþjónustuaðila í Vestmannaeyjum að gestir Eyjanna verð fjölmennir í ár eins og sl. ár.
Varðandi göngustíga og allmenna aðstöðu fyrir ferðamenn þá horfir undirritaður persónulega til Náttúrupassans í því samhengi og telur að þar sé tækifæri til að vinna þeim málum framgöngu.
Einnig vill undirritaður leiðrétta þær tölur sem fram komu í fréttinni um fjölda ferðamanna en þar var sagt að áætlaður fjöldi feraðamanna væri 80 þúsund með Herjófli og 30 þúsund með flugi. �?essi áætlaði fjöldi ferðamanna í Herjólfi til Eyja er byggður á mati rekstraraðila Herjólfs. Heildarfjöldi allra farþega Herjólfs árið 2014 var 297 þúsund. Ekki liggur fyrir fjöldi ferðamanna sem til Vestmannaeyja koma með flugi né heildarfjöldi flugfarþega.
Með vinsemd og virðingu,
Páll Marvin Jónsson
Formaður ferðamálasamtaka Vestmannaeyja