Íslands- og bikarmeistarar ÍBV mæta ÍR á heimavelli í kvöld klukkan 18.00. �?etta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Eyjamenn eiga möguleika á að ná sér á strik eftir skell gegn Val í fyrsta leiknum eftir Bikarsigurinn.
ÍR er í þriðja sæti Olísdeildarinnar með 29 stig eftir 21 leik og ÍBV í því því sjötta með 20 stig eftir jafnmarga leiki. �?að er því von á hörkuleik. Í leiknum gegn Val í síðustu viku vantaði neistann hjá Eyjamönnum og endaði hann 25:18 en í hálfleik var staðan 14:11. ÍBV teflir fram sínu sterkasta liði í kvöld og með góðum stuðningi ættu tvö stig að vera nokkuð trygg í kvöld.