Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku og þá mest í kringum umferðarmálin. Helgin fór ágætlega fram en einn fékk að gista fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar á ölvunarakstri. �?rjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku og áttu sér öll stað á gatnamótum þar sem stöðvunarskylda er. Tvö af þessum óhöppum voru á gatnamótum
Heiðarvegar og Kirkjuvegar og eitt á gatnamótum Illugagötu og Kirkjuvegar. Í einhverjum tilvikum var um minni háttar meiðsl að ræða en töluvert tjón varð á þeim ökutækjum
sem þarna áttu hlut að máli.