Bæjarráð hvatti Alþingi á fundi sínum í síðustu viku mjög eindregið til að afnema lög um orlof húsmæðra og tekur þar með undir samþykkt bæjarstjórnar Vestmannaeyja
á kvenréttindadaginn 19. júní 2008. Bæjarráð telur að lög um að orlofsnefndir skipuleggi orlof húsmæðra hver í sínu umdæmi og sjái um rekstur orlofsheimila á
kostnað bæjarins sé tímaskekkja. Gildandi lög um húsmæðraorlof séu frá 1972 og sett í þeim anda sem ríkti þá og miðast við þjóðfélag þess tíma.
Nánar í Eyjafréttum í dag.