Af hverju er fólk ekki frætt meira um endurbólusetningar? Undirrituð fékk þessa spurningu fyrir stuttu og ákvað að bæta aðeins úr.
Að undanförnu hefur umræða um ónæmisaðgerðir barna verið áberandi í þjóðfélaginu. Enginn vafi er á að reglubundnar bólusetningar, eins og beitt er hérlendis, hafa dregið verulega úr tíðni þeirra sjúkdóma sem þær eru notaðar gegn. Bólusetningar hjá fullorðnum eru ekki síður mikilvægar til að viðhalda árangri barnabólusetninga en þó ber að geta þess að ekki er endilega ástæða til að endurtaka þær meðal fullorðinna nema ef sérstakar ástæður séu til staðar. En hverjar eru þessar ástæður?
Síðasta bólusetningin í röð svokallaðra barnabólusetninga er við 14 ára aldur. �?á er Boostrix Polio gefið við barnaveiki, stífkrampa, kíghósta ásamt mænusótt, í einni sprautu.
Almenna reglan er, að séu liðin meira en 10 ár frá barnabólusetningum gegn stífkrampa og barnaveiki, skal gefa örvunarskammt ef hætta er á sýkingu af völdum þessara sjúkdóma eða aðrar ástæður liggja af baki. �?ær geta verið:
- Hefur þú áður verið bólusett/ur?
- Ferðalög?
- Fyrirhuguð dvöl í landi þar sem ofantaldir sjúkdómar eru landlægir?
- Hætta á óhreinindum í sár?
�?hreinindi sem hér er átt við geta komið í sár m.a. með hráum matvælum, frá áhöldum, úr náttúrunni, með biti frá dýrum og skordýrum.
Ef þú ert á leið til fjarlægari landa þá þarf einnig að huga að öðrum bólusetningum, heilsuvernd ferðamanna getur verið flókin og er síbreytileg. Spurt er, hvert ertu að fara, hvað verður dvölin löng, er farið í sveit eða borg o.s.frv.
Allar nánari upplýsingar fást á heilsugæslustöðvum og hjá Göngudeild sóttvarna og á erlendum síðum um bólusetningar ferðamanna.,
- vaccination.dk
- CDC Traveler’s Health
- International Travel and Health(WHO)
- International Society of Travel Medicine
- Travel Health Online
Fyrir hönd HSU og heilsugæslunnar í �?orlákshöfn,
Sólrún Auðbertsdóttir, hjúkrunarstjóri
—————————————————————–