�?að er líflegt í höfninni í Vestmannaeyjum þar sem er verið að landa loðnu og bolfiski. �?ótt ótrúlegt sé gengu loðnuveiðar vel út af Breiðafirði í gær og er verið að landa úr Kap hjá Vinnslustöðinni og Ísleifur og Sighvatur Bjarnason bíða löndunar. Báðir með fullfermi. Hjá Ísfélaginu er verið að landa úr Júpíter og Álsey bíður löndunar en báðir voru með fullfermi. �?á er verið skipa upp frystum loðnuhrognum úr Huginn VE.
�?að er heldur nöturleg spáin í dag og á morgun en fá skip er að sjá á loðnumiðunum samkvæmt Marintraffic.com.