Fátt er meira rætt manna á milli þessar vikurnar, en veðrið. Hvert stórviðrið á eftir öðru hefur gengið yfir landið og valdið ýmsum vandamálum; hlutir fjúka, samgöngur fara úr skorðum og hafrót veldur fiskiskipum erfiðleikum. Halldór Benedikt brá sér vestur á eyju í storminum í dag og myndaði brimið sem lamdi klappirnar.