Í dag greindu Andrés �?orsteinn Sigurðsson, í byggingarnefnd nýrrar ferju og Guðlaugur �?lafsson, skipstjóri á Herjólfi fulltrúum bæjarins og blaðamönnum frá líkanaprófunum og siglingu í hermi á nýrri Vestmannaeyjaferju í Danmörku seinustu helgi. Segja þeir að vel hafi til tekist og ljóst sé að ný ferja muni gjörbreyta siglingum í Landeyjahöfn. Líkönin, vatns- og vindlíkan, hafi staðist allar væntingar og muni ný ferja henta mun betur en núverandi Herjólfur til siglinga í Landeyjahöfn. Auk þess muni hún verða mun afkastameiri. Í herminum var �??siglt�?? inn í Landeyjahöfn við mjög erfiðar aðstæður og gekk vel.
Nánar í Eyjafréttum á morgun.