�??Nei það er í raun ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta . Við verðum að taka Vestmannaeyjar út fyrir sviga í þessum málum eins og svo mörgum öðrum,�?? segir Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi um það að ekki er hægt að fæða börn í Vestmannaeyjum með fullu öryggi.
�??Lágmarkskrafan er sú að útlagður kostnaður umfram það ef fæðingar væru í heima í héraði sé greiddur en auðvitað þyrfti þjónustan að vera meiri við þessar aðstæður . Mér finnst oft vanta samræmingu í aðgerðir eins og þegar á sama tíma og verið er að draga úr heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum að þá skuli ekki vera samið um það að alltaf sé klár sjúkravél þar. �?g er að missa af vélinni til Egilsstaða þar sem ég kynni skýrslu um jöfnuð í fjarskiptamálum óháð búsetu, við tökum heilbrigðismálin næst,�?? sagði Páll Jóhann.
Nánar í Eyjafréttum á morgun.