Á síðasta fundi samþykkti umhverfis- og skipulagsráð breytingu á deiliskipulagi miðbæjar. Tekin var fyrir að nýju tillaga deiliskipulags á miðsvæði sem unnin er af skipulagshönnuðum Alta ehf. Tillagan sem er seinni áfangi miðbæjarskipulags gerir m.a. ráð fyrir verslunarhúsnæði í Miðstræti. Tillagan var auglýst frá 30. janúar til 13. mars 2015.
Engar athugasemdir bárust við auglýsta tillögu. Ráðið samþykkti tillöguna með tilvísan til skipulagslaga og var henni síðan vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
�?ar með er ekkert því til fyrirstöðu að ráðist verði í byggingu verslunarhúsnæðis við Vesturveg fyrir Bónus sem ætlar að opna hér verslun á árinu.