Verð aðgöngumiða að �?jóðhátíð 2015 hækkar hjá öllum gestum nema félagsmönnum ÍBV. Hækkunin er minnst hjá þeim sem kaupa í fyrri forsölu en mest hjá þeim sem kaupa fullu verði seint í júlí, að lokinni síðari forsölu. �?að borgar sig því að vera snemma á ferðinni til að tryggja sér aðgang. Miðaverð hefur haldist óbreytt í þrjú ár eða frá 2012. Verðlag í landinu hefur á sama tíma hækkað umtalsvert og þar með framkvæmdakostnaður �?jóðhátíðar.
Tekjulind barna- og unglingastarfs ÍBV
�?jóðhátíð í Eyjum er langmikilvægasta fjáröflun ÍBV og helsti drifkraftur samkomunnar er gríðarlega umfangsmikið sjálfboðaliðastarf félagsmanna.
Frábært barna- og unglingastarf ÍBV nýtur góðs af tekjum af �?jóðhátíð og kostnaður við það hefur að sjálfsögðu aukist líka. �?hjákvæmilegt er því að hækka miðaverð í ár.
�?� Félagsmenn ÍBV njóta bestu kjara og geta keypt miða á 13.900 kr. til 5. júní.
�?� Unnt er að gerast félagsmaður ÍBV til 25. mars með því að senda tölvupóst á [email protected] og ganga frá greiðslu fyrir þann tíma.
�?jóðhátíðarnefnd hvetur væntanlega gesti til að notfæra sér afsláttarkjör í forsölu og huga líka að ferðum til að tryggja sér öruggt far.
Verðskrá og tímasetningar forsölu
Verð 2015 Eldra verð Sölutími
Félagsmenn ÍBV 13.900 kr. �?breytt Til 5. júní
Forsala 1 (fyrirtæki) 15.900 kr. 13.900 kr. Til 22. maí
Forsala 2 18.900 kr. 16.900 kr. Til 20. júlí
Lokaverð 22.900 kr. 18.900 kr. Eftir 20. júlí
Laugardagur 13.900 kr. 11.900 kr. Fer síðar í sölu
Sunnudagur 13.900 kr. 11.900 kr.
Sunnudagur félagsmenn 11.900 kr. 9.900 kr. Til 5. júní
Laugardagur félagsmenn 11.900 kr. – Til 5. júní
�?jóðhátíðarnefnd
ÍBV íþróttafélags